Munur

Claudia Hausfeld, Elísabet Brynhildardóttir, Eva Ísleifsdóttir, Sindri Leifsson. Sýningarstjóri Bjarki Bragason.

Sýningarsalur Skaftfells

2. desember 2017 – 21. janúar 2018.

Verk þeirra Claudiu Hausfeld, Sindra Leifssonar, Evu Ísleifsdóttur og Elísabetar Brynhildardóttur sem birtast á sýningunni Munur / The thing is takast á við spurningar um heim hlutanna á einn eða annan hátt. Titill sýningarinnar, Munur / The thing is vísar í margar áttir. Munur sem hlutur, gripur, eitthvað sem krefst varðveislu og undirstrikar verðmætamat en sömuleiðis bil sem aðgreinir þegar tveir eða fleiri hlutir eru bornir saman.